Hver eru skilyrði þess að þjóð teljist hamingjusöm?
Íslendingar eru samkvæmt könnunum í hópi hamingjusömustu þjóða heims á eftir Finnlandi, Danmörku og Noregi eins og fram kemur í umfjöllun New York Times. Þessar þjóðir búa við góð efnahagsleg skilyrði og lífsgæði.
Bandaríkin eru í 19. sæti, Frakkland í 24. sæti og Japan í 58. sæti. Sex skilyrði eru lögð til grundvallar í mælingu á hamingjustigi þjóða. Þau eru eftirfarandi:
(1) Verg landsframleiðsla á mann (þar er Ísland að vísu í 23. sæti)
(2) Velferðarkerfi (Ísland er ekki í hópi tíu helstu velferðarríkja heims)
(3) Heilsa og lífslikur en þar er Ísland í 20. sæti (lífslíkur fyrir bæði (öll?) kyn tæp 83 ár
(4) Félagslegt frelsi en þar er ísland í 7. sæti á eftir Sviss, Nýja Sjálandi, Eistlandi, Danmörku, Írlandi og Svíþjóð (skv. ,,Human Freedom Index“)
(5) Örlæti (Ísland í 23. sæti (skv. „World Giving Index“)
Lítil spilling en þar er Ísland í 19. sæti (skv. ,,Corruption Perception Index“ og ,,Transparency International“). Mútur, pólitísk misbeiting valds og veikt réttarkerfi einkenna spillingu. Samkvæmt ofangreindum mælingum er Ísland ekki að skora hátt þegar grannt er skoðað.