Í dag er ,,ofur þriðjudagurinn“ þar sem forval í bandarísku forsetakosningunum fer fram í 15 ríkjum í Bandaríkjunum og tveir rosknir karlar munu sigra sem frambjóðendur sinna flokka; núverandi forseti Joe Biden 81 árs fyrir demókrata og Donald Trump 77 ára fyrir repúblikana. Hvorugur þessara nær þó á lista topp tíu elstu leiðtoga heims.
Þeir eru:
(1) Paul Biya, forseti Kamerún, 91 árs
(2) Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, 88 ára,
(3) Salman bin Abulaziz, konungur Sádi-Arabíu, 88 ára
(4) Frans páfi, leiðtogi Vatíkansins, 87 ára
(5) Haraldur V. Noregskonungur, 87 ára
(6) Ali Khamenei, erkiklerkur og núverandi æðsti leiðtogi Írans, 84 ára
(7) Mishal Al-Ahmad Al-Jaber Al-Sabah, emírinn í Kúveit, 83 ára
(8)Michael D. Higgins, forseti Írlands, 82 ára
(9) Sergio Mattarella, forseti Ítalíu 82 ára
(10) Nangolo Mbumba, forseti Namíbíu, 82 ára.