Hillary Clinton var á gestalista fyrir brúðkaupsveislu sonar indversks milljarðamærings, Mukesh Ambani,ásamt fleiri frægum og ríkum einstaklingum eins og Ivönku Trump, Bill Gates og eiganda Facebook Mark Zuckerberg.
Hillary Clinton fellur í hóp pólitíkusa eins og Tony Blair og fleiri sem þóttust í sinni pólitísku baráttu vera vinstra meginn við miðju og bera hag almúgans fyrir brjósti en eru í raun auðvaldsaðdáendur.
Eða hvað er Hillary Clinton, sem flaggaði jafnréttisfánanum að gera í boði ríkasta manns Indlands sem býr í 27 hæða skýjakljúfi með þremur þyrlupöllum á þakinu og sex hæða bílageymslu, leikhúsi, heilsurækt, mörgum lyftuhúsum og hundruðum þjóna. Aðsetur fimm manna fjölskyldu í Mumbai þar sem bilið milli ríkra og snauðra blasir alls staðar við.
Af 20 milljón íbúum Mumbai búa 62 prósent við örbirgð. Hillary lagði á sínum tíma hart að fyrirtækjum að lyfta konum upp í leiðtogastöður en hirti minna um fátæka fjöldann. Það að hún skuli taka þiggja boð indversks auðkýfings ætti að vekja furðu en gerir það ekki því svo samdauna er pólitískt forréttindalið eftirsókn eftir auði í ljósárafjarlægð frá þeim sem treystu þeim til valda.
Hið sama má segja um Ivönku Trump dóttur Donalds sem nú stefnir á Hvíta Húsið í annað sinn. Þetta fólk er úr sama flokki og á ekkert skylt með almenningi í Bandaríkjunum og afhjúpar hvers konar sápuópera grímulaus hugsjónapólitík er. Donald Trump leggur áherslu á það í kosningabaráttunni að koma milljónum upp úr fátækragildrunni á sama tíma og dóttir hans sem fylgdi honum í Hvíta húsið síðast baðar sig í ljóma auðs í dæmalausum indverskum veruleika.