HomeGreinarHESTURINN Á HLEMMI Í HAFNARFIRÐI

HESTURINN Á HLEMMI Í HAFNARFIRÐI

„Ég rakst á hest í Hafnarfirði um daginn og rak upp stór augu af undrun,“ segir hafnfirðingurinn Sveinn Markússon, járnsmiður og listamaður.
„Þetta var klyfjahestur, folaldsmeri, fönguð í málm. Þessi meri hefur verið fyrir mínum hugskotum svo lengi ég hef munað eftir mér, fundið fyrir mér. Hún stóð ein við Sogaveg, ein án folalds árum saman.
Sigurjón Ólafsson formaði verkið á árunum 1959-1963 og það var fangað í brons árið 1965 í málmsteypu Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn. Nú á verkið heima á Hlemmi.
Hryssan og folaldið á Hlemmi.
Hryssan og folaldið á Hlemmi.

Sett upp í Sogamýri 1966, flutt á Hlemmtorg 2005. Í tilefni af fimmtugsafmæli Sigurjóns Ólafssonar árið 1958 fól Reykjavíkurborg honum að gera bronsmynd af klyfjahesti sem skyldi komið fyrir á Hlemmi, en þar var forðum áningarstaður hestalesta til og frá Reykjavík. Einnig var áformað að koma fyrir á Hlemmi eftirlíkingu drykkjarþróarinnar sem þar var. Verkið sýnir folaldsmeri með klyfjum. Vinstra megin ber hún planka, en koffort og pinkla hægra megin. Í humátt á eftir henni töltir folald og hnusar að móður sinni. Folaldið er með í för til að árétta að listamaðurinn sé að fjalla um aðstæður fátæka bóndans sem ekki hafi efni á að hlífa folaldsmeri sinni við klyfjum. Sigurjón hafði ungur fylgst með bændum á ferð með klyfjaða hesta sína í kaupstaðaferðum á Eyrarbakka. Til er ljósmynd frá 1890 af slíkri kaupstaðarferð sem talið er að listamaðurinn hafi haft til hliðsjónar. Hann vann síðan að hugmyndinni á árunum 1959–63. Sökum kostnaðar var folaldið ekki sent til afsteypu fyrr en 1984.

TENGDAR FRÉTTIR

FJÖLMIÐLARNIR MEGA EIGA VON Á SKAÐABÓTAKRÖFU AF ÁÐUR ÓÞEKKTRI STÆRÐ FRÁ ÁSTHILDI LÓU

"Tvennt stendur í mér eftir Ásthildar Lóu málið sem er annars vegar að hún var úthrópuð sem barnaperri (fyrir að misnota aðstöðu sína gagnvart...

RÁÐHERRARAUNIR ÁSTHILDAR LÓU Á CNN

Bandaríski fréttamiðillinn CNN fjallar um afsögn Ásthildar Lóu barnamálaráðherra í morgun - sjá hér.

BJÖRK Á FORSÍÐU VANITY FAIR

Súperstjarnan Björk er á forsíðu ítölsku útgáfunnar á Vanity Fair þar sem hún kynnir nýju tónleikamyndina sína, Cornucopia. https://www.youtube.com/watch?v=FyP6iUJuOSM&t=22s

FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU…

"Fimmtán ára á föstu," segir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrum alþingiskona og birtir mynd af bókarápu bókar með sama heiti eftir Eðvarð Ingólfsson með...

KVEIKTI Á PERUNNI Í KRÓNUNNI

Neytandi kveikti á perunni og sendi myndskeyti: - Gönguferð í Krónuna er hverrar krónu virði. Fimm stykki af perum á 250 krónur. Perur geymast vel og...

BISKUP SPRENGIR FACEBOOK

"Þar sem Facebook setur takmarkanir um vinafjölda get ég ekki samþykkt fleiri vini eins og er þó að mig langi það mikið," segir Guðrún...

NÝI LANDSBANKINN LEKUR

Engu er líkara en nýi Landsbankinn við Reykjavíkurhöfn leki. Úrræðagóðir bankstarfsmenn hringu í lekur.is og heiðgulur bíll frá þeim var mættur á svæðið fyrr...

TALANDI DÚKKA KOMIN Í ÁRBÆJARSAFN EFTIR 50 ÁR

Sex ára gömul stúlka átti frænda sem sigldi um öll heimsins höf sem sjómaður. Einu sinni sem oftar var frændi staddur í hafnarborg í...

KALEO Á KALDABAR

Kaleo tróð upp á Kaldabar á Klapparstíg í gærkvöldi. Jökull Júlíusson forsprakki hljómsveitarinnar sat þar með gítar á stól við glugga ásamt aðstoðarmönnum og...

BROTIST INN Í HEGNINGARHÚSIÐ

Þau undur og stórmeki urðu um helgina að brotist var inn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Þar hefur áður verið brotist út en aldrei inn. Ekki...

GJAFALEIKUR KRISTÓFERS

"Mig langar að gefa einhverjum heppnum einstakling þessa fínu mynd af Garðskagavita," segir Kristófer Ingason sem er ástríðufullur ljósmyndari, sjálfmenntaður og snjall. Það eina sem...

FLÓTTAMENN Á TIKTOK

Flóttamenn eru viðfangsefni margra sem framleiða efni fyrir TikTok. Allt er reynt. Alið er á fordómum gegn múslimum, þeir séu orðnir borgarstjórar og komnir i...

Sagt er...

Lag dagsins

Tónlistarnaðurinn og Íslandsvinurinn Samon Albarn, kenndur við Kaffibarinn á árum áður, er afmælisbarn dagsins (57). Smart náungi. https://www.youtube.com/watch?v=211BAFRoQHk