„Huski hundur gengur laus hér á Nesinu,“ segir húsmóðir á Seltjarnarnesi og brá í brún. Fór hún að lesa sig til um Husky og róaðist því ekki er allt sem sýnis:
„Siberian Husky eru afar slakir varðhundar líklega vegna þess að þeir tortryggja ekki ókunnuga. Þeir eiga það til að kjassa innbrotsþjófa í stað þess að reka þá á brott. Þeir geta verið mjög sjálfstæðir og oft nokkuð þrjóskir. Þeir gelta sjaldan miðað við margar norrænar spits-tegundir en eiga það til að ýlfra eins og úlfar. Ekki eins grimmir og af er látið.“