Teslu eigandi var fastur í Vík í Mýrdal á dögunum þegar straumur fór af öllu og hann alveg stopp. Renndi þá upp að honum bóndi á jeppa sem bauðst til að hjálpa. Hann ætti díselrafstöð og gæti komið bílnum í gang. Teslu eigandin þverneitaði, sagðist vera á rafmagnsbíl og muldraði svo út í annað munnvikið: „Þvílíkir sveitamenn.“