Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember.
Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi, er ekki aðeins þekktur fyrir tæknilega leikni og virtúósíu, heldur einnig fyrir einstaka nálgun sína og flutning. Hann hefur töfrandi áhrif á áhorfendur með nærveru sinni og framkomu.
Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00. Á dagskrá verður frumsamin tónlist eftir Chopin, Bach, Mozart og Snorra og einnig tónlist spiluð og spuninn af fingrum fram. Miðaverð: 5.900 kr.