HomeGreinarHUGMYND ALDARINNAR - HÓTEL SEM HJÚKRUNARHEIMILI

HUGMYND ALDARINNAR – HÓTEL SEM HJÚKRUNARHEIMILI

„Þannig er að á Búllunni hefur i 20 ár verið í boði „tilboð aldarinnar“ sem er búlluborgari, franskar og gosdrykkur. Nú er ég með hugmynd sem ég kalla „hugmynd aldarinnar“, –  fékk hana um daginn. Þetta tengist veru minni á Alþingi,“ segir Tommi á Búllunni einnig þekktur sem Tómas A. Tómasson alþingismaður:
„Eins og allir vita þá er skortur á hjúkrunarheimilum nánast allstaðar á landinu eftir því sem mér skilst. Þá eru um og yfir 100 manns á biðlista inni á Landsspítala sem bíða eftir plássi. Fyrir utan alla aðra sem eru að bíða eftir plássi.
„Þegar hótel Saga var til sölu þá vildi ég að því yrði breitt í hjúkrunarheimili, hugsa að flestir eldri borgarar hefðu þegið að búa a Sögu. Saga var gott 4 stjörnu hótel í fullum rekstri, um og yfir 200 herbegi og svítur. Með alls kyns fundarsölum og veizlusölum svo ég tali nú ekki um Súlnasalinn og Átthagasalinn sem flestir af minni kynslóð þekkja. Þetta var eins borðleggjandi og það gat verið. En Saga var tekin og breytt í íbúðir fyrir námsmenn sem vissulega þurfa á húsnæði að halda.
Það sem ég hefi verið að hugsa er eftirfarandi: Í Reykjavík eru nokkur stór hótel sem flest eru 4 stjörnu. Þessi hótel hafa allt sem þarf til að breyta þeim í hjúkrunarheimili. Ég hitti þá félaga Willum og Sigurð Inga í dag í þinginu og viðraði þessa hugmynd við þá.  Fékk svo sem lítil viðbrögð. En ég segi, þó eitt svona hótel væri keypt á uppsprengdu verði og breitt í hjúkrunarheimili þá mundi það samt vera ódýrara en að byggja nýtt.  Þetta væri hægt að gera á „no time“ eins og sagt er. Halló! Það sárvantar pláss!
Sé ekkert þessu til fyrirstöðu nema ákvörðunatöku þeirra sem ráða en það eru Willum og Sigurður Ingi. Spurningin er hvort þeir þori. Boltinn er hjá þeim.“
TENGDAR FRÉTTIR

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

SUNNUDAGSMATUR SMÁFUGLANNA

Góðborgari (rís undir nafni) í miðborg Reykjavíkur útbjó sunnudagsmat fyrir smáfuglana þegar frostið herti í gær. Smáttskorið epli með salti á köntunum. "Allt samkvæmt reglum...

STJÖRNUSPEKINGUR KEYRIR FATLAÐA

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu...

DARÍA SÓL SKÍN

Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. - 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er...

PERSÓNUAFSLÁTTURINN SIGRAÐI Á ALÞINGI

"Allt er gott sem endar vel," segir Vilhjálmur Ragnarsson sem búsettur hefur verið á Norður Írlandi í 20 ár og stóð frammi fyrir því...

SÚRRANDI KARLREMBA Á FJÖLMIÐLUM

"Ég hef unnið um árabil í fjölmiðlum á Íslandi og byrjaði árið 2006," segir Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur með meiru og lítur um öxl...

Sagt er...

Þvottabalinn frá Koziol. Hentar vel fyrir handþvott á viðkvæmum peysum jafnt sem fótabað meðan horft er á Netflix. Lengd 47cm, breidd 42cm, hæð 24cm....

Lag dagsins

Súperstjarnan og Íslandsvinurinn Jodie Foster er afmælisbarn dagsins (62). Ferillinn orðinn langur þar sem hún byrjaði sem barnastjarna hjá Disney og síðan varð gatan...