„Í kvöld og öll kvöld er ég þakklát fyrir að vera dóttir mömmu minnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, sósíalistinn og spútnikin í yfirstandi kosningabaráttu til Alþingis og stefnir þangað inn með hóp með sér:
„Ýmis lífsreynsla sem við mæðgur höfum upplifað og ég lít á skortinn, fátæktina og vonbrigðin sem því fylgdu sem veganesti sem er alltaf í töskunni minni í þeim störfum sem ég býð mig fram í. Fer vel nestuð inn í baráttuna sem er framundan; baráttuna gegn misskiptingu og ójöfnuði.“