Ingi Björn Albertsson, einn mesti markaskorari sinnar knattspyrnukynslóðar hér á landi, sonur Alberts Guðmundssonar, sem enn er frægastur allra íslenskra knattpyrnumanna á heimsvísu og afi Alberts Guðmundssonar, sem stefnir í að toppa bæði afa sinn og langafa í boltafrægðinni, er afmælisbarn dagsins (72).
Ingi Björn var skemmtilegur og uppátektarsamur sem strákur og fór eigin leiðir. Starfaði við heildsölu föður síns, var síðar alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn sem komst alla leið í ríkisstjórn, síðar fasteignasali, veitingamaður bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og líka leigubílstjóri að því öllu loknu.
Veitingastaður Inga Björn og fjölsyldu hans í Kaupmannahöfn hét og heitir Kaffi Salonen og er við Sankt Petersstræde no. 20 þar sem Jónas Hallgrímsson féll niður stiga á heimili sínu í áföstu húsi húsi no. 22, fall sem dró þjóðskáldið til bana. Þar hljómaði Kim Larsen í djúkboxinu frá morgni til kvölds: