„Ég er nógu gamall til að muna eftir bæjarútgerðum, þeirra eilífa hallarekstri og ramakveininu sem því fylgdi,“ segir Viðar Víkingsson kvikmyndaleikstjóri sem man tímana tvenna:
„En ekki tók betra við þegar hinn síkveinandi Kristján Ragnarsson varð málsvari útgerðarinnar. Hann var ætíð eins og grenjugríman í leikhússtákninu. En nú kveinkar Samherji sér yfir einhverri listamannauppákomu einhversstaðar. Mér er sú hugsun ekki ógeðfelld að fiskurinn hafi fögur hljóð, en ég neita að trúa því að hann sé sívælandi.“