„Það er ekki um annað að gera en við verðum að hætta að kaupa Kjörís,“ segir Helgi Jóhann Hauksson fyrrum kennari og ljósmyndari úr Hafnarfirði og er heitt í hamsi þó umræðan sé um ís:
„Villimennskan í helsta forsvarsmanni og eiganda Kjöríss til margra ára, Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og yfirlýsingar hennar um framhald þeirrar villimennsku, getur ekki verið liðin í samfélagi okkar. Það eina sem gæti haft áhrif á hana er að fyrirtækið hennar, Kjörís, missi veruleg viðskipti, að Kjörís finni af alvöru fjárhagslega fyrir gerðum hennar og áformum.“