„Sumt óvenjulegt, en eitt mjög venjulegt í dag,“ segir Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra Samfylkingarinnar (2007-2010). „Við hjónin keyrðum til Siglufjarðar í dag til að jarðsetja mömmu mína á morgun. Það sem var óvenjulegt var þetta:
–
1. Stóri ísinn í Borgarnesi var mjög lítill.
2. Hleðsla í Staðarskála gekk vel.
3. Keyrsla til Siglufjarðar um Öxnadalsheiði hef ég sennilega aldrei gert áður.
4. Það rigndi ekkert alla leiðina.
5.Leiðin var því 50 km lengri.
6. En Siglfirska lognið var venjulegt eins og sjá má á myndinni.
–