HomeGreinarALDURSFORDÓMAR Í BORGARSTJÓRN

ALDURSFORDÓMAR Í BORGARSTJÓRN

Siggi sjötugi skrifar:

Borgarstjórinn í Reykjavík býður öllum borgarbúum sem eru sjötugir á árinu ásamt mökum eða gestum til móttöku í Ráðhúsinu á næstunni. Þeir sem verða sjötugir á árinu 2024 eru um 3500 á landinu öllu, þar af rúmlega þúsund í Reykjavík. Af þessum hópi eru um 700 giftir eða í sambúð. Því má gera ráð fyrir að fjöldi sjötugra Reykvíkinga sem mæta með mökum eða gestum fari hátt í tvö þúsund manns. Móttaka þar sem boðið er upp á vín og meðlæti, greidd með útsvari Reykvíkinga á öllum aldri, gæti því kostað nokkrar milljónir þótt ekki verði full mæting.

Tilefni þessarar einkennilegu móttöku er að heiðra þessa sjötugu útsvarsgreiðendur í Reykjavík. Ýmsir eru væntanlega þeirrar skoðunar að ekki sé mikill sómi að slíkum ,,heiðri“. Borgarstjórinn hlýtur að vera haldinn af aldursfordómum hugsa einhverjir sem fengu hið skrýtna boðskort. Hvað með kostnaðinn af þessari einkennilegu móttöku? Fréttir herma að borgin sé á hausnum og skynsamir sjötugir einstaklingar telja væntanlega fjármagni betur varið í annað en að draga fólk í dilka á grundvelli aldurs. Það væri nær að veita peningunum til hjúkrunarheimila þar sem aldrei er boðið upp á freyðivín og uppistaða fæðunnar er súpusull og brauð.

Mick Jagger heldur upp a áttræðisafmæli sitt.
Mick Jagger heldur upp a áttræðisafmæli sitt.

Hugmyndin um að heiðra fólk á grundvelli aldurs með veislu hjá borgarstjóra gengi upp ef um væri að ræða þá sem náð hafa 100 ára aldri í ár en þetta sjötugsboð er smekkleysa og tímaskekkja. (Ímyndið ykkur Mick Jagger þiggja boð fyrir alla áttræða og maka þeirra). Þeir sem verða tíræðir á árinu 2024 eru sautján talsins á landinu öllu, þar af um þriðjungur í Reykjavík og væntanlega fæstir með maka. Það væri vel við hæfi að heiðra þessa örfáu 100 ára Reykvíkinga (þótt ekki sé öruggt að þeir kjósi í næstu kosningum), fólk sem man tímana tvenna og er fætt á þeim tíma þegar Knud Ziemsen var borgarstjóri.

Knud Ziemsen borgarstjóri stjórnar umferð í Reykjavík.
Knud Ziemsen borgarstjóri stjórnar umferð í Reykjavík.

Knud lét af störfum 57 ára að aldri (aðeins tíu árum eldri en núverandi borgarstjóri) ,,orðinn slitinn af kröftum i þágu borgarinnar“, eins og segir í andlátsfrétt hans í Morgunblaðinu. Knud Ziemsen lét sig ekki muna um að stjórna umferðinni í Reykjavík á þriðja áratugnum. Næsti borgarstjóri á eftir honum, Jón Þorláksson verkfræðingur og íhaldsmaður, hefði snúið sér við í gröfinni hefði hann orðið vitni að því bruðli sem einkennir núverandi borgarstjórn. Jón hafði setið á þingi áður og undir hans forystu varð í febrúar 1924 til þingmannaflokkur, sem taldi brýnt að kippa fjármálum ríkisins í lag. Þetta ætti núverandi borgarstjóri að hafa í huga. Besta afmælisgjöfin til þeirra sem hann telur að þurfi að heiðra, væntanlega af því að þeir séu búnir að vera, væri að sýna lit, vinna fyrir háu laununum sínum og ,,slíta sér út í þágu borgarinnar“ eins og Knútur forðum.

TENGDAR FRÉTTIR

HELGI VILL SLAUFA KJÖRÍS

"Það er ekki um annað að gera en við verðum að hætta að kaupa Kjörís," segir Helgi Jóhann Hauksson fyrrum kennari og ljósmyndari úr...

ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – GÍSLI MARTEINN!

"Þetta er allt að koma," segir fjármálaráðherra við sig og aðra nokkrum sinnum á dag. Og hann hefur nokkuð til síns máls: Gísli Marteinn...

EF ÞÚ GETUR BROTIÐ GLERIÐ MÁTTU EIGA PENINGANA

Kanadíska fyrirtækið 3M framleiðir skothelt gler - óbrjótanlegt gler. Það lét ramma 3 milljónir dollara inn í glervegg í strætisvagnaskýli með skilaboðunum: "Ef þú...

REIÐHJÓL Í RÁÐHÚSI

Reykjavíkurborg tilkynnir - Fjölmargir gripir úr sögu reiðhjóla á Íslandi verða til sýnis í Tjarnasal Ráðhússins frá kl. 16:00 mánudaginn 16. september fram á sunnudag 22....

UMHVERFIS JÖRÐINA Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Hann steig trylltan dans neðst a Skólavörðustíg í gær rólegum vegfarendum til upplyftingar. Þau eru tvö frá Japan á leið umhverfis jörðina á reiðhjólum...

TROÐFULLT HJÁ SIGMUNDI DAVÍÐ Í HAMRABORG

Flestir fengu sæti, þó ekki allir, í vöfflukaffi hjá Sigmundi Davíð í Hamraborg á sunnudaginn - troðfullt. Sigmundur Davíð hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum...

HEPPIN SYSTKINI

3. maí 1957 hreppti Margrét Hólm þennan glæsilega Fiat 1100 í Happdrætti DAS en myndin er tekin í Keflavíkurhöfn þegar hún tók við vinningnum....

LIFE IS PAIN…BRAUÐ OG CO Í AUSTURSTRÆTI

Brauð og Co hefur opnað í Austurstræti ferðamönnum til ánægju enda fá þeir þar ódýrasta hádegismat miðbæjarins: Snúð og kókómjólk á 1.100 krónur. Bragðgott...

TOMMI ÞAKKAR FYRIR NÝJU STÓLANA OG GRILLAR RÁÐHERRA

Tommi á Búllunni, þingmaður Flokks fólksins, er ánægður með nýju stólana á Alþingi og þakkaði fyrir sig í umræðum um fjárlagafrumvarpið: "Þeir eru þægilegri...

LÍTIL VERÐBÓLGA Á JÓMFRÚNNI

Tíu manna vinahópur fór a Jómfrúna í Lækjargötu til að gera sér dagamun. Jómfrúin er enginn skyndibitastaður og verðlagning hefur verið í samræmi við...

PÁLL SÆKIR UM REYNSLULAUSN Í STÓRA KÓKAÍNMÁLINU

"Ég var að leggja inn umsókn um reynslulausn, ætti að hafa góðan möguleika," segir Páll Jónsson harðviðarsali sem hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu...

ÍSLAND EKKI BESTA LAND Í HEIMI

"Þá vitum við það. Ísland er ekki besta land í heimi, og raunar nokkuð langt frá því," segir Friðrik Indriðason blaðamaður og samfélagsrýnir: "Ísland er...

Sagt er...

Hyalin ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Sveitapaté með bragði af svörtum trufflum. Ástæða innköllunar er sú...

Lag dagsins

Fæðingardagur Hank Williams (1923-1953), kántrýsöngvarans sem setti mark sitt svo um munaði á dægurtónlist síðustu aldar með hljómsveit sinni, The Drifting Cowboys. Hann átti...