Smókí sendir póst:
–
Það er ekki beint kræsilegt að kaupa sígarettur í Bretlandi, hvort sem er í verslunum eða á flugvöllum. Merkingar og myndir á pökkunum segja dauði og djöfull. Reykingar valda krabbameini í munni og hálsi, valda asma, valda getuleysi, valda hjartaáföllum, valda blindu og svo framvegis. Til að árétta skilaboðin eru hrollvekjandi myndir utan á sígarettupökkunum.
Ekki fer sögum af því hversu mikið hefur dregið úr reykingum í Bretlandi eftir að þessar merkingar voru ákveðnar.
Hér á landi hefur verið rætt um að merkja tóbaksvörur með svipuðum hætti.
Svo styttist væntanlega í að Svens fái á baukinn með svipuðum hætti, enda valda nikótínpúðar skemmdum á tönnum og tannholdi.