Morgunblaðið er launfyndið og kemur stundum á óvart. Forsíðumyndin í fyrradag er fréttamynd vikunnar: Eggert ljósmyndari blaðsins náði mynd af fólki í tívólíkörfu á hafnarbakkanum í Reykjavík. Myndatextinn er hógvær:
Aðsókn í parísarhjólið við Reykjavíkurhöfn hefur kannski
ekki náð að mæta væntingum og mætti mögulega skrifa það að
einhverju leyti á hina fáu sólardaga sem landinn hefur fengið
síðustu vikur. Það stoppar hins vegar ekki alla frá því að mæta
og njóta. Parísarhjólið, sem bauð landsmönnum fyrst að fá sér
snúning á 17. júní, verður opið til 15. september.