HomeGreinarFAÐMLÖG GÓÐ FYRIR HJARTAÐ

FAÐMLÖG GÓÐ FYRIR HJARTAÐ

Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson

„Við sýnum fólki velþóknun, þakklæti, gleði, fyrirgefningu auk þess tjáum ást okkar með faðmlögum. Faðmlög eru frábær leið til að sýna tilfinningalega fullnægju, en faðmlög bæta líka hjartaheilsu. En faðmlög geta verið góð fyrir heilsuna á svo margan hátt og sumt gæti komið þér á óvart,“ segir Björn Ófeigsson ritstjóri hjartalif.is og spyr ym leið: Hvað gera faðmlög fyrir okkur?

Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum

Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.

Faðmlög losa um streitu og róa þig.

Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.

Faðmlög eru góð fyrir sambandið

Þegar þú hugsar um það er það nokkuð augljóst. En veistu af hverju faðmlög eru góð fyrir sambandið? Faðmlög losa um hormónin seratonín og dopamín. Þessi hormón sjá til þess að þér líði vel og koma þér í gott skap. Niðurstaðan er sú að þér finnst þú standa þeirri manneskju nær sem lætur þér líða betur. Gott samband hefur auk þess góð áhrif á heilsu í heild sinni, þar með talið hjartaheilsu.

Held að ekki þurfi að efast um gagnsemi þess að faðmast. Ég hvet þig til faðma þá sem þér þykir vænt um en auk þessa stuðla faðmlög að langlífi, sterkara ónæmiskerfi og hærra sjálfsmati.“

TENGDAR FRÉTTIR

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

SUNNUDAGSMATUR SMÁFUGLANNA

Góðborgari (rís undir nafni) í miðborg Reykjavíkur útbjó sunnudagsmat fyrir smáfuglana þegar frostið herti í gær. Smáttskorið epli með salti á köntunum. "Allt samkvæmt reglum...

STJÖRNUSPEKINGUR KEYRIR FATLAÐA

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu...

DARÍA SÓL SKÍN

Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. - 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er...

Sagt er...

"Svona morgun!" sagði Dagur B. Eggertsson þegar hann mætti til vinnu í Ráðhúsið við Tjörnina í morgun. Smellti mynd út um gluggann og hélt...

Lag dagsins

Dægurstjarnan á himni þokkadísa heimsins á síðustu öld, Bo Derek, er 68 ára í dag. Sló í gegn í rómantísku gamanmyndinni "10" þar sem...