Það leit allt út fyrir það að vegurinn hafi verið vondur en hvert fara ekki ungir strákar á góðum bíl.
Það var laugardag einn fyrir 65 árum síðan sem þessir menn stóðu þarna. Dagurinn var 4. júlí árið 1959 sem þessir ungu menn lögðu af stað frá Reykjavík til Akureyrar.
Þessir menn hétu Aðalsteinn Júlíusson sem þá var 19 ára. Hann bjó á Brekkustíg 3 svo var hann Helgi Skaptason 20 ára. Hann bjó á Kaplaskjólsvegi 37. Þriðji var Þór Þorsteinsson 21 árs sem bjó á Njálsgötu 44.
Þeir fóru inn í Vaglaskóg og þeir fóru til Herðubreiðarlindir og dvöldu þar í viku. Sumarið áður eða 1958 gengu þeir landið þvert og gengu frá Gullfossi að botni Eyjafjarðar og þeir voru viku á leiðinni. Þeir voru mjög óheppnir með veður og fengu svarta þoku og úrhelli rigningu mestan part leiðarinnar. Í lokin sögðu þeir að þeir vildu reyna að halda í hópinn í komandi framtíð og fara í fleiri ferðalög.
(Guðbjartur Walter H Ólafsson)