
„Fimmtán ára á föstu,“ segir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrum alþingiskona og birtir mynd af bókarápu bókar með sama heiti eftir Eðvarð Ingólfsson með tilvísun í ráðherraraunir Ásthildar Lóu:
–
„Heyrði Andra Má Magnason eitt sinn segja að þessar bækur og fleiri hefðu rænt okkar kynslóð æskunni og nú leita þær á hugann.
Ég held það sé mikið til í því. Unglingaástir enduðu með barni og engin leið ásættanleg en að koma söguhetjunum út í líf hinna fullorðnu sem allra fyrst, fá gefins sjónvarp, hætta í skóla og fara að leigja einhvern kjallara. Kristileg íhaldssemi var svo allt um lykjandi.
Ég held þó ekki að þarna hafi höfundur verið að setja fram nýstárlegar hugmyndir, sprottnar frá honum sjálfum heldur miklu frekar verið að endurspegla ritunartíma bókanna og þau viðhorf sem þá giltu.“