Opið er fyrir umsóknir um Námsstyrk Ellýjar Katrínar, sem veittur er til nemenda í háskólanámi sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfis- og loftslagsmála.
Styrkurinn er veittur af Reykjavíkurborg til minningar um Ellý Katrínu Guðmundsdóttur lögfræðing og fyrrverandi borgarritara, sem var frumkvöðull á sviði umhverfis- og loftslagsmála hjá borginni. Úthlutun verður tilkynnt á fæðingardegi Ellýjar þann 15. september.