Þau undur og stórmeki urðu um helgina að brotist var inn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Þar hefur áður verið brotist út en aldrei inn.

Ekki er vitað hvað gerðist nema hvað rúða var brotin á jarðhæð og þar skriðið inn. Mikið er af verkfærum iðnaðarmanna inn í húsinu en þar hefur verið unnið að endurbótum um árabil. Lítið annað að hafa en verkfæri eru verðmæt – ekki síst fyrir innbrotsþjófa.