Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands.
Hún er sögð koma inn í tímana eins og stormsveipur, talar blaðlaust og er ekkert að rómantísera starf við blað-og fréttamennsku. Glæsileg að vanda, segir hreint út að starfið sé töff og hvetur nemendur til að sérhæfa sig á einhverju sviði – skapa sér sérstöðu.