Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar sjálfur sem barn og þær minningar æskuáranna lifa enn með honum í ljóma.
Afinn var uppfullur af spenningi og börnin líka og þarna voru auglýst björgunarvesti sem vitja mætti í í gömlu hafnarvoginni rétt hjá. Afinn var fullur ábyrgðar enda ætlaði hann síst af öllu að missa börnin í sjóinn þó sjálfur hefði hanna aldrei sett á sig björgunarvesti á þeirra aldri. En allt kom fyrir ekki:
Hann kom að lokuðum dyrum í gömlu hafnarvoginni þar sem sækja átti björgunarvestin. Þar vinna menn bara á virkum dögum frá 9-5.
