Það er eitthvað að fæðast í Kaffi Reykjavík á Vesturgötu 2 sem eitt sinn var kallað hlið Reykjavíkur: Vínhöll, ostabúð, heimilismatur, sælkeraverslun, brauðtertubar og huggulegheit.
Kaffi Reykjavík var á árum áður vinsælasti skemmtistaður borgarinnar en á ýmsu hefur gengið, upp og niður – og stundum ekki neitt. En nú er eitthvað að fæðast.