Heimildin í Eymundsson á nýjum sölustöndum sem er þekkt bandarísk markaðssetning og á að virka eins og þögull sölumaður, „silent salesman“. Það er ekki verið að gefa blaðið eins og Fréttablaðið sem var dreift svona í stórmörkuðum þegar almenn dreifing í hvert hús lagðist af – kostar 1.490 krónur.

Kallast á við Óla blaðasala sem stóð alltaf á sínu horni í Austurstræti og seldi DV sem kom út síðdegis. Nema hvað að Óli var aldrei þögull sölumaður heldur hrópaði út í eitt þar til síðasta blaðið var selt.