Ljósið á Langholtsvegi, endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandenur þeirra, fagnar 20 ára afmæli.
Þökk sé Hilton Reykjavík Nordica, Kjarnafæði, Innnes, Garra, Norðanfisk og MS er nú blásið til glæsilegs fjáröflunarkvöldverðar sem fer fram 7. mars næstkomandi. Þar munu fyrirtæki og velunnarar koma saman til að njóta kvölds með dýrindis mat, frábærri skemmtidagskrá og um leið styðja við starfsemi Ljóssins. Allur ágóði rennur óskertur til starfsemi Ljóssins.