HomeGreinarEFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

EFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

Tommi segir:
Þegar ég byrjaði að læra kokkinn í  september 1967 hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli
Var Alfreð Elíasson forstjóri og stofnandi félagsins. Hann var óumdeildur og virtur leiðtogi.  Man að ef ég vissi að hann væri á leið i gegn um flugstöðina þá stóð ég álengdar bara til að sjá hann i eigin persónu. Ég upplifði að starfsfólkið væri stolt að vinna fyrir Loftleiði og “Big Al”. Þetta lögmál á alltaf við ekki, síst í stjórnmálum.
Ég hefi verið að velta því fyrir mér hvað veldur að tveir rótgrónir stjórnmálaflokkar með samtals 14 þingmmenn og konur bókstaflega þurrkast út í einum kosningum eins og gerðist núna í nóvember. Hurfu bara eins og dögg fyrir sólu. Ég kemst helst að því að þeir höfðu ekki afgerandi leiðtoga eða forystusauð.
Eins og ég sé þetta þá eru vinsældir Flokks Fólksins alfarið byggðar á Ingu Sæland. Inga er lífleg, ófeimin, djörf og oft skemmtileg að tjá sig um allt og ekkert. Getur talað blaðlaust endalaust og hefur hugmyndir sem höfða til ákveðinna hópa samfélagsins.
Samfylkingin hafði Kristrúnu Frostadóttir sem er afgerandi og skelegg. Vel menntuð með  traustvekjandi framkomu og mikla reynslu úr fjármálageiranum. Hún áttaði sig á að Samfylkingin hafði ekki kraftmikla forystu og stökk inn og vann hug og hjörtu stórs hóps fólks.
Viðreisn hafði og hefur Þorgerði Katrínu reynda í stjórnmálum, vel gefinn og vel máli farinn. Svo naut hún góðs af því að hafa verið atkvæðamikil í Sjálfstæðisflokknum og ofan á allt þá gat íhaldsfólk  sem var í nöp við Sjálfstæðisflokkinn kosið viðreisn.
Miðflokkurinn hefur Sigmund Davíð líflegan, vel lesinn og skemmtilegan ræðumann með mikla reynslu sem sér oft spaugilegar hliðar á ýmsum málum.
Sjálfstæðisflokkurinn er  tvístraður og óljóst hver er í brúnni þar og af einhverjum átæðum þá hefur hann ekki það traust sem hann hafði. Vantar foringja sem hægt er að sameinast um. Hefur liðið fyrir aðdróttanir og upphrópanir sem sumar hverjar eru ekki sanngjarnar.
Minnstu munaði að framsókn dytti út af þingi svona rétt slapp fyrir horn. Þar er Sigurður Ingi ekki mjög sannfærandi við stjórnvölinn. Lifir á gamalli frægð sem flokkur landsbyggðarinnar. Ástæðan fyrir góðu gengi 2021 var slagorið: „Er ekki best að kjósa bara framsókn“. Þetta slagorð náði alveg inn í borgarstjórnakosningarnar 2022 þar sem þeir fengu 4 borgarfulltrúa eftir að hafa ekki einu sinn einn. Sjáum hvað setur þar.
En hvað með Pírata? Þar var enginn forystusauður og málefnin óljós, vantaði tiltrú.
Vinstri græn mistu Katrínu Jakobs og í staðinn kom Svandís Svavars sem er mjög umdeild og hefur ekki þann sannfæringarkraft sem þarf til að vera tekinn trúanleg sem óumdeildur leiðtogi. Að auki fannst gömlum meðlimum flokkurinn hafi svikið málstaðinn. Mistu 8 þingmenn og konur.
Winston Churchill sagði:
LÝÐRÆÐIÐ ER GOTT EN ÞAÐ VERÐUR EINHVER AÐ STJÓRNA.
Áfram veginn kæra þjóð.
TENGDAR FRÉTTIR

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

LANDPÓSTUR LEGGUR AF STAÐ ÚR REYKJAVÍK

"Það biðu örugglega margar heimasæturnar og bændasynirnir í ofvæni eftir að þessi maður birtist í túnfætinum með sitthvað skemmtilegt í farteskinu," segir Sverrir Þórólfsson...

HEILAÍGRÆÐSLUR MUSK VALDA ÓTTA

Elon Musk hefur þróað gervigreindarflögur til ígræðslu í heila sem eiga að örva, hressa, kæta og bæta hugsunina. Málið er umdeilt og sagt hættulegt...

MYND ÁRSINS – DROTTNING KVEÐUR

Þetta er fréttamynd ársins í Danmörku. Tekin af Mads Nissen ljósmyndara á Politiken. Í umsögn dómnefndar segir: "Vi kommer aldrig til at kunne tage det...

PUNGSÁPAN SLÆR Í GEGN Á LAUGAVEGI

Handgerð sápa, formuð eins og pungur gerir það gott í risaútgáfu á miðjum Laugavegi. Framleitt af Urð í samvinnu við Krabbameinsfélagið í tilefni Mottumars....

ENGINN VILDI SUNNUTORG NEMA VERALDARVINIR

Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við Veraldarvini félagasamtök, um Sunnutorg, Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa...

SÆTRAN SELUR ÚR VEITINGAVELDINU

"Ég hef sagt skilið við meðeigendur mína og selt minn hlut í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín. Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi...

LÍTIÐ UM NAMMI Í LUNDABÚÐUNUM

Bragð er að þá barnið finnur. Aldrei fyrr hafa sést jafn fá börn í miðbæ Reykjavíkur í búningum á öskudaginn syngjandi fyrir kaupmenn. Málshátturinn...

Sagt er...

"Eins furðulegt og það er verða senn liðin 50 ár frá 12. mars 1975 og það hefur afleiðingar," segir Sigmundur Davíð stjörnupólitíkus og formaður...

Lag dagsins

Bobby McFerrin sem samdi, söng og lék af fingrum fram einn þekktasta dægursmell allra tíma, Don't Worry, Be Habby, er afmælisbarn dagsins (75). Hann...