Verslanir og þjónusta við Ingólfsbrunn virðast vera þorna upp í miðbænum. Miðbæjarmarkaðurinn í Aðalstræti er ekki lengur svipur hjá sjón þar sem áður voru blómleg viðskipti á jarðhæð og í kjallaranum líka. Ekkert eftir nema bjórkrá í innsta horni sem varla sést. Te & Kaffi hvarf fyrir skemmstu og síðasta verslunin við Ingólfsbrunn, Madison snyrtivöruverslun, er nú að loka.
Áður fyrr voru þarna Alain Mikli, framsækin gleraugnabúð, Ferðamiðstöðin sem síðar varð Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, Garðar í Herragarðurðinum og í kjallara vinsælt kaffihús með súpur og samlokur, fótsnyrtistofa og hárgreiðslustofa.
„Það er af sem áður var,“ sagði vegfarandi sem smellti mynd af síðustu búðinni sem nú lokar.