Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er í Barcelona með sinni frú og fílar sig i botn, nema…
„Hlýindin seitla niður líkamann og sálina. Maður finnur það ekki fyrr en á reynir hvað kuldinn og rokið tekur á. Allt í einu er maður hamingjusamur og líður vel, þykir vænt um landið og þjóðina, með sitt veður og hugarfar. Allt verður gott. Ég er á blárri hörskyrtu í Barselóna og finnst ég vera ungur. Samt stendur fólk upp fyrir mér í neðanjarðarlestum og ég móðgast. Það er logn og ég hugsa með mér hvað strengirnir og rokið er skemmtilegt heima – kannski einkum og sér í lagi þegar maður er víðs fjarri því.“