Dave Davies gítarleikari, lagahöfundur og söngvari Kinks er 78 ára í dag. Vinirnir og bræðurnir í Kinks eru lifandi goðsagnir í eigin lífi. „Fyrsta pönksveitin,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri eitt sinn. Afmælisbarnið hafði sérstakt lag á rafmagnsgítarnum og bjó þar til nýjan og áður óþekktan hljóm sem hafði áhrif víða. „Einn mesti gítarleikari tónlistarsögunnar,“ var sagt þegar Dave Davies var tekinn inn í The Rock and Roll House of Fame.