Rauða slaufan kom sterk inn um jólin og á eftir að slá enn betur í gegn á nýju ári. Höfundar eru stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is:
–
Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka sem ein lengja í klukkuprjóni með i-cord í hvorri hlið. Síðan er uppfitjunarkanturinn saumaður við affellingarkantinn. Síðan er prjónað miðjuband í tvöföldu prjóni – miðjubandið er fest utan um sjálfa slaufuna. Í lokin er saumuð niður næla eða snúra þrædd í gegnum miðjubandið á bakhlið á slaufunni þannig að hægt sé að festa slaufuna eða hnýta hana fasta.