Loka þarf Árbæjarlaug á föstudaginn, 20. desember, vegna viðhalds. Þá er rask á opnunartíma í Vesturbæjarlaug vegna niðurrifs á saunaklefum.
Nýlega hófst fyrsti fasi í viðhaldi á loftum í klefum í Árbæjarlaug. Til stóð að byrja á niðurrifi í karlaklefa og hólfa þá klefann niður svo gestir gætu áfram sótt laugina en því miður reyndist ómögulegt að rífa niður loft í klefum með gesti á svæðinu og því þarf að loka sundlauginni á meðan á verkinu stendur. Lokun að þessu sinni stendur aðeins þennan eina dag og verður laugin opnuð aftur á laugardagsmorguninn, 21. desember.