Loksins, loksins! Tók ekki nema 18 ár,“ segir Ármann Kr. Ólafsson fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi í tilefni frétta um að nú sé loks hægt að nota greiðslukort í strætó. Ármann varð stjórnarformaður Strætó 2006:
–
„Eitt af mínum fyrstu verkefnum að leggja til að hægt væri að borga með hefðbundu greiðslukorti í Strætó. Kortafyrirtækin treystu sér ekki til þess og báru við hægu og slitróttu sambandi sem gæti tafið afgreiðslu og valdið óþarfa bið við að komast inn í vagnana. Strætó bauðst þá til að sleppa innhringingum og taka á sig hugsanlegt tjón (sem eldrei hefði orðið mikið) af þeim kortum sem ekki væri með innistæðu. Allt kom fyrir ekki, kortafyrirtækin höfnuðu þessu. Engu að síður varð þetta hægt stuttu síðar í „Undergroundinu“ í London með öllum þeim fjölda sem þar fer um. Nú 18 árum síðar er þetta loksins orðið að veruleika. Því ber að fagna en ótrúlegt hvað sumt vefst fyrir okkur í allri þessari háhraða tækniþróun.“