Svo virðist sem keppnin á milli þessara tveggja heimsfrægu leikara eigi sér ekki eingöngu stað á hvíta tjaldinu. Hugh Grant (Love Actually, Four Weddings and a Funeral) sem er þekktur húmoristi gerir endalaust grín að aumingja Colin Firth sem er kannski ekki svo mikill Darcy þegar öllu er á botninn hvolft. Í nýju Bridget Jones-myndinni hefur mannréttindalögmaðurinn Darcy farist í hörmulegu slysi. Hugh Grant segir frá því í nýlegu viðtali við Seth Meyers (Late Night) að Colin sé samt dreginn upp á dekk svo kallgreyið fái einhver verkefni. Þeger Meyers spyr Hugh Grant hvort framleiðendur séu að gera góðverk í þessu tilviki, svarar hann ekki beint en segir að Colin Firth sjái sjálfur um að farða sig. Það fylgir því ekki mikill aukakostnaður að leyfa honum að fljóta með í myndinni sem minningarbrot í huga Bridget. ,,Colin lítur ekkert svo illa út. Hann hefur látið eiga helling við sig. Hver svo sem lýtalæknirinn er þá er sá alger meistari“.
BRIDGET JONES SNÝR AFTUR MEÐ HVELLI
Hugh Grant blæs í glæður gagnkvæmrar afbrýðissemi milli hans og keppinautarins Colin Firth nú þegar fjórða Bridget Jones myndin er væntanleg. Þeir hafa barist um ástir Bridget Jones (Rene Zellweger) þar sem Colin Firth í hlutverk mannréttindalögmannsins Darcy hefur haft betur. Hugh Grant hefur verið í hlutverki hins svikula en sjarmerandi kvennabósa.