
Fyrir kosningar var frá því greint hér að Kristrún Frostadóttir, sigurvegarinn í Samfylkingunni, hefði mátað svarta glimmerskyrtu í tískuvöruversluninni Mathilda í Smáralind. Hún keypti skyrtuna og skartaði henni á kosninganótt þegar leikar stóðu sem hæst.
Nú er skyrtan uppseld í versluninni og horfin úr vefverslun: „Það kom kona hérna í morgun og keypti síðustu skyrtuna,“ sagði afgreiðslukona í Mathilda í Kringlunni og það sama gildir um Smáralind.
Skyrtan var Polo Ralp Lauren og kostaði 54.990 krónur.