FRANSKUR HROLLUR Í RÚV

0
Jón Ingi fagnar í Frans.

„Fögnum með Frökkum í dag öflugum lýðræðisúrslitum gærdagsins,“ segir Jón Ingi Gíslason kennaraformaður og áhrifamaður í Framsóknarflokknum um árabil, staddur í Marseille í Frakklandi og bætir við að gefnu tilefni: „Allir brosandi í dag. Eins gott að RUV frétti ekki af því.“

Sigurður Már Jónsson fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar blandar sér í málið:  „Fréttaskýrandi RÚV var í taugaáfalli og gat ekki einu sinni hinnar miklu kosningaþátttöku. Hann þurfti áfallahjálp og varla fær um að koma með stjórnmálaskýringar.“

Einar Guðjónsson á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg fer enn dýpra: „Ekkert víst með fréttir úr Frans fyrr en á morgun þegar Bogi er búinn að hringja í blaðamanninn á Politiken og forvitnast um ástandið.“

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here