„Skósmiður fékk bátinn en prentari bílinn“ var fyrirsögn stuttrar fréttar í Tímanum 11. janúar 1956.
Daginn áður höfðu vélbáturinn Kofra-tindur og Chevrolet fólksbíll verið í vinning í Happdrætti DAS. Báturinn kom á miða Ólafs Jakobssonar skósmiðs á Ísafirði en fólksbílinn fékk Kjartan Ólafsson prentari í Reykjavík.