HomeGreinarGLEYMDI SNILLINGURINN SEM HÉLT VIÐ FEGURÐARDROTTNINGAR OG HÚSMÆÐUR Á VÍXL

GLEYMDI SNILLINGURINN SEM HÉLT VIÐ FEGURÐARDROTTNINGAR OG HÚSMÆÐUR Á VÍXL

Halldór Guðmundsson.
Halldór Guðmundsson.

„Skrifaði að þessu sinni í Bokmagasinet / Klassekampen um einn af vinsælustu og mest þýddu höfundum Noregs á millistríðsárunum, sem nú er þeim með öllu gleymdur: Kristmann Guðmundsson,“ segir Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og fær heldur betur viðbrögð hjá Kristjáni B. Jónassyni fyrrum bókaútgefanda.

Kristján B. Jónasson.
Kristján B. Jónasson.

„Ég tók mig til sumarið 2022 og las allar endurminningabækur Kristmanns og held að það sé einn áhrifamesti texti sem ég hef lesið á undanförnum árum. Skrifaðar af gríðarlegum þrótti, fullar af mótsagnakenndum og jafnvel ofsafullum tilfinningum. Heimsmaður sem ferðast um Evrópu á rauðum sportbíl eitt sumar, flýgur til Parísar í skítaveðri til að fara í partí og er næstum dauður á leiðinni, siglir um Óslóarfjörð á spíttbátum og heldur við fegurðardrottningar og húsmæður á víxl. En er svo allt í einu orðinn hænsnabóndi við Elliðaár og er þá stoltastur yfir hvað hann fær mörg egg á dag til að selja setuliðinu. Giftist svo jógadísinni og píanóleikaranum Steinunni Briem sem síðar þýddi Múmínálfanna, eftir að hafa tekið við henni eftir að reynt hafði verið að byrla henni ólyfjan og ræna af indverskum bandíttum í Róm. Það á að gera sjónvarpsþáttröð byggða á ævi hans.“

TENGDAR FRÉTTIR

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

FORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland...

ALBÍNÓI Í ANDAHÓPNUM Á REYKJAVÍKURTJÖRN

Það var eins og endurnar á Tjörninni yrðu hissa þegar á tjarnarbakkanum birtust alhvít önd - albínói. Hún skimaði yfir vatnsyfirborðið líkt og hún...

FISKIKÓNGURINN KAUPIR SMELLBEITUR

Fiskikóngurinn Kristján Berg virðast hafa fjárfest í nýrri tegund af beitu á vefnum hjá Mannlífi - smellbeitum: "Fór og hitti meistara allra fyrirsagna í gær....

ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR MEÐ PÉTRI ARKITEKT OG FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS

Það er gaman ganga með Pétri H. Ármannssyni arkitekt og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands til margra ára um borgarlandið því fáir ef nokkrir þekkja...

NAKTIR Á HJÓLUM TIL BJARGAR HEIMINUM

London var undirlögð í gær vegna 20 ára afmælis "The World Ride", sem í ár var haldið í London. Þar hjólar fólk alsnakið um...

FRIÐRIK MEÐ AFMÆLISVEISLU Á MÓNAKÓ CASINO CLUB

Friðrik Indriðason blaðamaður og lífskúnstner hélt upp á 67 ára afmæli sitt á Mónakó Casino Club á Laugavegi skömmu eftir hádegi í gær. Þar...

SÖNGELSKIR TVÍBURAR GERA GÖNGUSTÍG Í ÚLFARSFELLI

Einn vinsælasti göngustígurinn í borgarlandinu liggur eins og þráður frá austurhlíðum Úlfarsfells og alveg upp á efri bunguna. Þar hefur Ferðafélag Íslands komið fyrir...

GRÆNAR DOPPUR FÆLA NESTISÞJÓFA FRÁ

Ef einhver er að stelast í nestið þitt í sameiginlegum ísskáp á vinnustaðnum skaltu fá þér svona nestispoka með grænum blettum. Sá poki verður...

KONURNAR Á EYRARBAKKA

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka verður opnuð sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og byggir hún á samnefndri bók eftir Jónínu Óskardóttur,...

SLÆÐUÆÐI BRESTUR Á

Allir komnir með slæður um háls líkt og nýi forsetinn setti óvart upp í kosningabaráttunni. Slæðuæðið nær inn á Alþingi þar sem Tommi á...

OLÍS SKERÐIR ÞJÓNUSTU – MÆLIR EKKI LENGUR OLÍU Á BENSÍNSTÖÐVUM

Sú var tíðin að bensínstöðvar voru mikilvægar við rekstur bíls - þar var olían mæld, skipt um perur og jafnvel viftureimar og starfsmenn á...

Sagt er...

Olíufélögin láta ekki sitt eftir liggja við að hámarka arðsemi sína með skerðingu á þjónustu sem áður þótti sjálfsögð. Nú eru þvottaplönin að víkja...

Lag dagsins

Birgir Ármannsson forseti Alþingis er afmælisbarn dagsins (56). Birgir er kannski ekki maður margra orða og fær því óskalagið Silence is Golden: https://www.youtube.com/watch?v=n03g8nsaBro