Á vef Reykjavíkurborgar eru nú auglýstar tvær eignir sem dagforeldrar geta leigt fyrir starfsemi sína. Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum tilteknum kröfum. Meðal annars er gerð krafa um að tveir dagforeldrar vinni saman með 8-10 börn.Húsnæðið sem er í boði er annars vegar gæsluvallarhús á Njálsgötu og hins vegar nýtt húsnæði við Hallgerðargötu á Kirkjusandi.
- Gæsluvallarhúsið við Njálsgötu er með heimild til að nýta þar stóra lóð og leiktæki, en leiksvæðið er þó opið almenningi á starfstíma daggæslunnar.
Húsnæðið sjálft er 55 fermetrar, auk 10 fermetra útigeymslu. - Húsnæðið við Hallgerðargötu er 55 fermetra tveggja herbergja horníbúð á fyrstu hæð í íbúðarhúsi.
Vakin er athygli á að sótt er um að taka eignirnar á leigu á útboðsvef Reykjavíkurborgar og að á því svæði er hægt að senda inn nánari fyrirspurnir.