HomeGreinarDAGFORELDRAR ATHUGIÐ!

DAGFORELDRAR ATHUGIÐ!

Á vef Reykjavíkurborgar eru nú auglýstar tvær eignir sem dagforeldrar geta leigt fyrir starfsemi sína. Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum tilteknum kröfum.  Meðal annars er gerð krafa um að tveir dagforeldrar vinni saman með 8-10 börn.Húsnæðið sem er í boði er annars vegar gæsluvallarhús á Njálsgötu og hins vegar nýtt húsnæði við Hallgerðargötu á Kirkjusandi.

  • Gæsluvallarhúsið við Njálsgötu er með heimild til að nýta þar stóra lóð og leiktæki, en leiksvæðið er þó opið almenningi á starfstíma daggæslunnar.
    Húsnæðið sjálft er 55 fermetrar, auk 10 fermetra útigeymslu.
  • Húsnæðið við Hallgerðargötu er 55 fermetra tveggja herbergja horníbúð á fyrstu hæð í íbúðarhúsi.

Vakin er athygli á að sótt er um að taka eignirnar á leigu á útboðsvef Reykjavíkurborgar og að á því svæði er hægt að senda inn nánari fyrirspurnir.

TENGDAR FRÉTTIR

HERRAGARÐUR Á 61 MILLJÓN

Eignin er Suðurvegur 9 á Skagaströnd, sem er  einbýlishús úr timbri frá árinu 1986 og bílskúr frá sama ári. Húsið er fallegt á tveimur...

KAFFITÁR FALLA Í HÖFÐATORGI – LOKAÐ

Ákveðið hefur verið að loka kaffihúsi Kaffitárs á Höfðatorgi. Lokað verður 1. mars en Kaffitár hefur verið á Höfðatorgi síðan 2008. "Nú er þessum kafla...

GULLMOLI Á GRETTISGÖTU TIL LEIGU

Húsnæðið sem hýsti síðasta skósmiðinn í miðbæ Reykjavíkur á Grettisgötu 3 er nú til leigu. Þar var Þráinn skósmiður eitt sinn, svo tók Daníel...

BÓNUSHJÓL – LÚMSK AUGLÝSING

Þetta Bónushjól hefur sést víða í miðbæ Reykjavíkur. Tekur sig vel út í Bónuslitunum, lásinn er meira að segja í stíl og er lagt...

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

Sagt er...

Það myndast langar raðir ferðamanna sem reyna að finna út úr greiðslukerfi borgarinnar í stöðumæla. Tíminn kostar peninga.

Lag dagsins

Fæðingardagur Nicky Hopkins píaónleikarans (1944-1994). "The greatest studio pianists in the history of rock music" er um hann sagt. Enda spilaði hann í upptökum...