PRÓGRAMM KATRÍNAR

0
„Á morgun leggjum við Gunnar af stað í fundaferð um landið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi en Gunnar sem hún nefnir er eiginmaður hennar:
„Við hefjum leika á Ströndum og ég vona að ég sjái ykkur sem flest á fundi á Kaffi Galdri, Hólmavík, mánudagskvöld kl. 20:00.
Daginn eftir verður boðið upp á súpu og fund í Söngsteini við Hveravík, á þriðjudaginn kl. 13:00.
Þaðan liggur leiðin til Patreksfjarðar þar sem við fundum í félagsheimilinu kl. 20:00 þriðjudagskvöldið 16. apríl.
Á miðvikudag verðum við á ferðinni á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og í hádeginu verðum við á Vegamótum.
Við verðum á Reykhólum klukkan 17:00 á miðvikudaginn í sal skólahússins. Klukkan 20:00 á miðvikudagskvöld býð ég til fundar í Vínlandssetrinu Leifsbúð í Búðardal kl. 20:00.
Ég vona að við sjáum ykkur sem flest! Og myndin er að sjálfsögðu tekin í berjamó í Kaldrananeshreppi á Ströndum.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here