„Ég óska eftir innsýn frá íbúum Vesturbæjar um hvað einkennir hverfið. Það gæti verið bygging, gróður, gata, landslag, dýr, menning – hvað sem er. Ég er að vinna að lokaverkefninu mínu í Listaháskólanum og þætti vænt um að heyra frá ykkur.,“ segir Emelía Bjarkar. Og ekki stendur á viðbrögðum:
Egil Helgason sjónvarpsstjarna: Nokkuð stórir garðar – gróður – gamla höfnin sem eitt sinn var líka leiksvæði barna í hverfinu – barnvænt umhverfi og reyndar vænt fyrir eldra fólk líka – gott til göngu – því miður of mikil bílamergð í stæðum núorðið – ágætt samræmi í byggingastíl og stærð húsa – mitt viðhorf mótast af því að hafa búið í Vesturbænum norðan Hringbrautar.
Ólafur Ísleifsson fv. alþingismaður: Ekki missa af dýrlegum arkitektúr. Dæmi: Byggingar við Melatorg. Melaskólinn, Neskirkja, Hagaskóli, Hótel Saga, Háskólabíó, Birkimelsblokkin, húsin í kring. Tékkaðu á höfundum þessara bygginga. Farðu um hverfið og skoðaðu byggingardjásnin. Dæmi: Kvisthagi 12. Mörg svona dæmi. Þetta er bara byrjunin. Þú hefir úr gríðarmiklu efni að moða. Gangi þér vel.“