Kaleo tróð upp á Kaldabar á Klapparstíg í gærkvöldi. Jökull Júlíusson forsprakki hljómsveitarinnar sat þar með gítar á stól við glugga ásamt aðstoðarmönnum og tók nokkra smelli en Kaleo er ein þekktasta íslenska hljómsveitinin á heinsmarkaði í dag.
Gestir ráku upp stór augu og túristar sem þarna voru undrandi og glaðir – þeir þekktu þessa tóna. Jökull í Kaleo og Georg veitingamaður á Kalda eru vinir og hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?
Ánægjuleg tilbreyting fyrir bargesti.