„Í kvöld verður Siggi Hannesar að spila á Mannabar á Kanarí og þar ætlum við Eygló mín að borða,“ segir Nói Benediktsson bifvélavirki og það verður stuð:
„Það eru 19 ár siðan við settum upp hringana og erum núna i honeymon þvi við giftum okkur 16. júlí i fyrrasumar. Nú er ég orðinn 72 ára og fyrir þremur árum héldum við veislu á minigolfvellinum sem var eftirminnileg. Fólkið skreið út af vellinum og ég datt i götuna og endaði a spítala. Svona var stuðið mikið, það er enn verið að tala um það eins og þjóðsögu. Vonandi sé ég sem flesta vini mína i kvöld. Mér þykir vænt um ykkur öll, þetta verður rosa gamann. Ég er búinn að panta borð og verð með Stuðmannahattin sem Hjalti gaf mér i gamla daga.“
