Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans:
–
ég hef ekkert að segja
–
undarlegasta
en um leið gleðilegasta setning tungumálsins
–
því að
ef einhver hefur eitthvað að að segja
þá er það yfirleitt óþægilegt
–
slæmar fréttir
aðfinnslur
eitthvað sem þarf að bregðast við
–
en þegar við
höfum ekkert að segja
þá er gaman að vera til
–
vinnan gengur eins vel
og hægt er við að búast
–
og við
sem heyrum hvert til annars
getum farið í sameiginlega flugferð
–
til dæmis til stjarnanna
eða inn í sagnaheiminn og ímyndunarveröldina
talað um það
–
hvernig gras vex úr moldu
og ull á sauðum
–
hvernig himinhnettir hreyfast
og himinhnettir breytast
hvernig ævintýrin
–
verða til úr lífsreynslu kynslóðanna
og þrám og draumum mannanna
allt af því
–
að við höfðum ekkert að segja