„Eins furðulegt og það er verða senn liðin 50 ár frá 12. mars 1975 og það hefur afleiðingar,“ segir Sigmundur Davíð stjörnupólitíkus og formaður Miðflokksins:
„Ég er á leið í smá frí. Ég hef haft það að meginmarkmiði í 16 ár að standa við loforð gagnvart kjósendum. Nú er komið að því að standa við loforð gagnvart fjölskyldunni. Þess vegna mun ég bregða mér frá en í staðinn kemur inn á þing firnaöflugur varaþingmaður.
Mýsnar gætu viljað nýta tækifærið til að leika sér á meðan kötturinn er í burtu en ættu þó að hafa í huga að margir kettir munu standa vaktina á meðan.
Ég mæti svo venju fremur sprækur fljótlega. Það er enginn skortur á úrlausnarefnum.“