„Það biðu örugglega margar heimasæturnar og bændasynirnir í ofvæni eftir að þessi maður birtist í túnfætinum með sitthvað skemmtilegt í farteskinu,“ segir Sverrir Þórólfsson áhugamaður um gamlar ljósmyndIr en þessa mynd tók Magnús Ólafsson 1909 og landpósturinn var Hans Karel Hannesson (1867-1928).
Halda mætti að myndin væri tekin í íslenskri sveit en hún er tekin í Reykjavík. Horft er yfir Norðurmýrina og býlið Sunnuhvoll við Háteigsveg í bakgrunni.