Handgerð sápa, formuð eins og pungur gerir það gott í risaútgáfu á miðjum Laugavegi. Framleitt af Urð í samvinnu við Krabbameinsfélagið í tilefni Mottumars. Söluvarans sjálf er í venjulegri handsápustærð og með fylgja leiðbeiningar og hvatning til karlmanna um að þukkla punginn reglulega til að fylgjast með hugsanlegum breytingum.

