„Ég hef sagt skilið við meðeigendur mína og selt minn hlut í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín. Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ segir Hrefna Rósa Sætran, landsþekkt veitingakona með mörg járn í eldinum um árabil:
–
„Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur. Þessi hugsun endurspeglast í öllu sem við gerum, hvort sem það er á veitingastaðnum, á barnum, í víninu eða á miðlunum okkar.
Þetta eru spennandi tímamót og ég spennt að halda áfram þeirri skemmtilegu vinnu sem við höfum verið í síðustu ár með öllu því skapandi fólki sem ég fæ að vinna með. Svo eru framundan ótrúlega spennandi verkefni í gangi hjá okkur sem ég hlakka til að segja ykkur frá. Nú er rétti tíminn til að setja mína krafta í það sem ég brenn fyrir. Búa til upplifanir og góðar stundir. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“