„Sótt ekki sent“ segja pizzugerðarmenn þegar þeir kynna bestu tilboð sín á Netinu. Það er ódýrara að sækja en láta senda.
Nú er Krónan komin með sama kerfi. Viðskiptavinir panta innkaupapokann rafrænt og í stað þess að láta senda sér heim mæta þeir sjálfir í Krónuna og sækja eins og á pósthúsi. Búið að greiða og þarna bíður innkaupapokinn, einn eða fleiri, í hillu – bara sækja.
„Þetta er alltaf að aukast hjá okkur,“ segir áfyllingarmaður Krónunnar á Granda – sjá mynd.