Fyrsti ísbjörnin sem fæðist í Brasilíu leit dagsins ljós í sædýrasafninu í Sao Paulo 17. nóvember. Þetta er kvenbjörn sem hlotið hefur nafnið Nur. Hún hvílir nú í sterkum faðmi móður sinnar og búist er við að Nur verði til sýnis fyrir gesti á næstunni. Nur fæddist 400 grömm en er nú að nálgast sex kílóin. Móðirin, Aurora, er hins vegar 220 kíló.